vorverk.png

Vorverk

 

Vor Verk í hAughúsi

28. júní – 10. ágúst stendur Akademía skynjunarinnar fyrir sýningunni Vor Verk í hAughúsi – nýjum heimkynnum Akademíunnar í Héraðsdal í Skagafirði.

hAughús, Héraðsdalur, Skagafirði.

Akademía skynjunarinnar opnar sýninguna Vor Verk í nýjum heimkynnum sínum, hAughúsi í Héraðsdal, Skagafirði – umbreyttu haughúsi sem nú þjónar sem listsalur.

Þar sýna meðlimir Akademíunnar: Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir. Gesta­listamenn eru Roman Schultze, Takhasi Hokoi, Rie Nakajiama og Brett Goodroad.

Verkin takast á við tengsl manna og umhverfis, með áherslu á loftslagsbreytingar, náttúruvá, ofgnótt og tímaskyn í bæði persónulegu og samfélagslegu samhengi.

Sýningin markar upphaf nýs kafla í starfi Akademíunnar, sem leggur áherslu á að dýpka upplifun samtímalistar í óhefðbundnu samhengi.

Opnun: 28. júní kl. 15:00
Opnunartímar: fimmtudag – sunnudag, kl. 13 – 18
Sýningartími: 28. júní til 10. ágúst 2025

Vor Verk at hAughús – the first exhibition at the new home of the Academy of the Senses, June 28 – August 10, 2025

The Academy of the Senses opens an exhibition, Vor Verk, at hAughús – a former manure house transformed into a new art space in Héraðsdalur, Skagafjörður.

Participating are Academy members: Anna Eyjólfs, Rúrí, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, and philosopher Sigríður Þorgeirsdóttir. Guest artists include Roman Schultze, Takhasi Hokoi, Rie Nakajiama og Brett Goodroad.

The works explore the relationship between humans and the environment through themes like climate change, ecological disruption, excess, and time – both personally and socially.

The exhibition opens a new chapter for the Academy, focusing on deeper engagement with contemporary art in unexpected settings.

Opening: June 28th at 3 PM
Opening hours: Thursday to Sunday, 1–6 PM
Exhibition runs until August 10

www.academyofthesenses.com
academyofthesenses@gmail.com